Skilmálar
Vöruafhending
Vöruafhending fer fram að Álfabakka, Reykjavik á tímabilinu 28 – 31 desember. Einungis er hægt að afhenda pantanir þá daga sem leyfilegt er samkvæmt lögum að selja flugelda. Til þess að fá pöntun afhenta þarf að framvísa pöntunernúmeri fyrir pöntunina sem sent er í tölvupósti þegar pöntunin er staðfest eða útprentuðu staðfestingarbréfi sem fylgir í viðhengi með öllum pöntunum.
Ef upp kemur vandamál með pöntunarnúmerið þá þarf kaupandi að framvísa kvittun fyrir pöntun ásamt gildu skilríki svo hægt sé að finna pöntunina í sölukerfinu og afhenda hana. Aðeins má afhenda vöru einstaklingum sem náð hafa 16 ára aldri.
Hafa skal gild skilríki meðferðis.
Verð
Verðskrá á vefsíðu er birt með fyrirvara um prentvillur og verðbreytingar. Við áskiljum okkur þann rétt að breyta verðum fyrirvaralaust. Verð eru öll með 24% virðisaukaskatti og öllum auka kostnaði.
Birgðastaða
Gerður er fyrirvari um birgðastöðu á hverjum tíma.
Greiðslumöguleikar
Greiða má fyrir vörur þegar þær sem keyptar eru á stjornuljos.is með greiðslukorti
(MasterCard / Visa/ Amex) í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar eða í gegnum
greiðslusíðu Netgíró og greiðsluleið Pei.
Skila- og endurgreiðsluréttur
Eins dags skilafrestur er á vörum í netverslun okkar. Skilyrði þó er að varan sé óskemmd í upprunalegum umbúðum. Aðeins er endurgreitt ef um gallaða vöru sé að ræða.
Sendingar út á land
Því miður er Stjörnuljós ehf óheimilt að senda vöru til þriðja aðila samkvæmt
reglugerð um Skotelda Nr.414 Apríl 2017 5.Grein. Hvetjum við því
alla okkar viðskiptavini til þess að nálgast vörur hjá okkar að Álfabakka, Reykjavik eða láta sækja fyrir sig.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.Notkun á persónuupplýsingum
Sendingar úr kerfi Verslunar kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir vefverslunnarinnar geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum
Leyfi Stjörnuljós ehf til sölu og afhendingar flugelda er gefið út af
Lögreglustjóranum í Reykjavík.